Fræðileg umfjöllun

Upplýsingar um höfund

Birgitta Þorsteins

Ég heiti Birgitta Þorsteins og ég er 30 ára en aðeins 17 ára í anda. Ég er fædd og uppalin á Siglufirði og bý þar í dag með fallegu konunni minni og stjúpdóttur. Ég starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar og þar kenni ég sköpun og upplýsingatækni. Ég er einnig að kenna nokkra valáfanga eins og klassíska tölvuleiki, rokksögu, myndlist og forritun. Um helgar er ég DJ.

Ég elska lífið eins og það leggur sig og er þakklát fyrir hvern dag. Ég hef mikinn áhuga á tónlist, myndlist, ljósmyndun, sköpun og tækni. Ég útskrifaðist úr Menntaskólanum á Tröllaskaga af listljósmyndabraut og fór svo í kennaranám við Háskólann á Akureyri. Ef allt gengur eins og í sögu ætti ég að útskrifast með B.Ed. í vor.

Ég lifi fyrir vinnuna mína, nemendur mína og samstarfsfólkið mitt og er loksins komin á rétta hillu í lífinu.

Kveikja og tilgangur heimasíðunnar

Hugmyndin kom til mín þegar ég fór að velta því fyrir mér hvernig við myndum snúa okkur að heimakennslu ef út í það færi. Ég ráðlagði mig við ráðgjafa sem heitir Kristrún Lind Birgisdóttir og er hún framkvæmdarstjóri Trappa ehf. Hún benti mér á að flækja ekki málið of mikið með því að einblína á ritun, lestur og sköpun, sem myndi síðan tengjast inn í önnur námsfög.

Síðan er hugsaður sem gagnabanki fyrir öll stigin en leggur þó mestu áherslu á 1.-7.bekk þar sem unglingastigið í Grunnskóla Fjallabyggðar eru nú þegar komin á fullt í fjarkennslu og eru með sitt teymi sem sér um það. Síðan er full af námsefni bæði búið til af mér (þá eru þau merkt með merkinu Námsfjallið) og svo eru önnur verkefni sem eru tekin af vefum með leyfi frá höfundum og öðrum fríum gagnabönkum sem hafa deilt efni sínu fyrir alla.

Hugmyndin er svo að hver kennari geti búið til vikuskipulag út frá námsefninu og deilt með foreldrum og forráðamönnum. Foreldrar sem vilja taka það hlutverk að sér að kenna börnum sínum heima geta gert hið sama. Í hverri viku mun birtast nýtt námsefni.

Grunnþættir menntunar

Í aðalnámskrá grunnskóla eru skilgrindir sex grunnþættir menntunar. Þessar grunnþættir eru háðar hver öðrum og einnig tengjast innbyrðis í menntun og skólastarfi. Það skapar meiri heildsýn um skólastarfi með því að hugsa út frá þeim.
Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og veðlferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Grunnþættir menntunar snúast um læsi á samfélag, menningu, umhverfi og nátturu. Grunnþættirnir fléttast inn í allt skólastarf.

(Aðalnámskrá grunnskóla, 2011, bls. 18).


Hæfnisviðmið aðalnámskrár

Það eru skrýtnir tímar í heiminum í dag og þá er um að gera að við stöndum saman og hjálpumst að. Í skólum nú til dags er lögð mikil áhersla á að nýta tæknina með miðlum og upplýsingum. Mikilvægt er að þjálfa nemendur í ábyrgum vinnubrögðum og hægt er að nota upplýsingatækni í öllum námsgreinum svo að nemendur öðlist hæfni í að tileinka sér þekkingu og skapa á fjölbreyttan hátt með mismunandi aðferðum. Hér fléttast margar námsgreinar saman og er lögð mikil áhersla á lestur, ritun, sköpun og auðvitað upplýsingatækni.

Við mat á upplýsingatækni, lestur, ritun og sköpun er notast við hæfniviðmið úr aðalnámskrá grunnskóla frá 2013.

(Smelltu á myndirnar til þess að sjá þær betur)

Heimildir