Krot og krass

Byrjaðu á að krota og fylgdu svo krotinu með ýmsum litum!

Efni:

Pappír

Tússlitir eða trélitir


Ferlið:

  1. Taktu pappír og byrjaðu að krota í hornið eða á miðju pappírsins, eitthvað form eða línur.

  2. Fylgdu svo línunni eða forminu í kringum það. Gerðu svo fleiri og fleiri línur í kringum upphafs krotið.

  3. Haltu áfram að teikna línur og móta svæðin sem eru auð og bættu við línum og kroti.

  4. Breyttu um lit þegar þig hentar, það eru engar reglur í kroti.


Krotaðu á sjálfan þig!

Efni:

Mynd af þér - ljósrituð 9 sinnum.

Stórt hvítt plakat

Lím

Litir

Túss


Ferlið:

  1. Afritaðu valda ljósmynd i svörtu og hvítu. Búðu til níu eintök sem eru stækkuð og komast þá saman á A4 blað.

  2. Límdu níu eintök af myndunum á plakat eða A4 blað, þrjár myndir til hliðar og þrjár niður. (Það má einnig líma nokkrar myndir á hvolfi)

  3. Litaðu hverja mynd í ýmsum stílum og skreyttu þær:
    Hugmyndir: gerðu hárið í ýmsum litum, bættu við munstri á fötin, teiknaðu hatta, skegg, gleraugu eða eyrnalokka.