Námsfjallið

Hvað er námsfjallið?

Námsfjallið er frír gagnabanki fyrir alla sem vilja!

Í þessum gagnabakna verður að finna sniðug verkefni, hugmyndir, smáforrit og fleira í öllum áföngum og skipt niður í yngsta-, mið-, og elsta stig í grunnskóla. Hér er hægt að fá hugmyndir og skapandi verkefni í mörgum fögum. Þetta er einnig hugsað fyrir foreldra og forráðamenn með heimanám eða einfaldlega gæðastundir með börnum sínum.

Við hvetjum alla til þess að lesa í jólafríinu sínu. Til þess að fá bingó þarft þú að fylla allt spjaldið! Smelltu á spjaldið til þess að prenta það út.

Lestrar JólaBingó!

Bækur mánaðarins

Hér fyrir neðan er að finna vinsælar bækur fyrir alla aldurshópa. Við skorum á ÞIG að velja þér bók og lesa hana í páskafríinu! Skora þú svo á vini og ættingja að gera hið sama!

Ef þig vantar fleiri hugmyndir farðu þá inn í: Námsefni - lestur - rafrænt bókasafn

Maí

Þórarinn Leifsson

Albertína býr í skrýtnum heimi. Þar finnast engar bækur og í skólanum lærir hún bara um vexti og lán. Internetið var bannað löngu áður en hún fæddist og hinn hræðilegi Gullbanki er langt kominn með að sölsa veröldina undir sig. Og svo byrjar fullorðna fólkið að hverfa. Dag einn birtist tröllkonan Huld með risastórt bókasafn og hættulega þekkingu. Ekkert verður sem fyrr.

David Williams

Rottuborgari er enn eitt snilldarverkið frá David Walliams höfundi Ömmu glæpon sem sló í gegn í fyrra. Rottuborgari kemur hér í frábærri þýðingu Guðna Kolbeinssonar, en bókin var valinn barnabók ársins 2013 í Bretlandi. Bókin fjallar um litla stúlku, Sunnu, og ævintýri hennar í erfiðum aðstæðum. Í heiti bókarinnar er vísbending um efni bókarinnar!

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Kennari hverfur sporlaust þegar hann skipuleggur vorferð í Landmannalaugar. Skömmu síðar birtist dularfullur maður sem býðst til að taka við starfinu. Leyndarmál fortíðar sameina félaga Ríólítreglunnar. Ógnarkraftar hulduheima toga í þá og saman mæta þeir örlögunum. Ríólítreglan æðir með lesandann suður til Kólumbíu, vestur á firði, um rústir álfabyggða og í fótspor ribbaldans Torfa sterka inn Jökulgil. Þar standa hulduverur vörð um fjallasali og kalla menn í björgin.

Brynhildur Þórarinsdóttir

Hvernig litist þér á sumarfrí í eyðiþorpi – þar sem ekkert nammi fæst? Nei takk! hefðu systkinin Gunnar og Gyða sagt einum rómi. Þau voru bara ekki spurð. Sem betur fer rekast þau á dularfullu skepnuna Gulbrand Snata og það var líka gott að þau tóku með sér talstöðvar. Þá geta þau njósnað um mömmu og geimverurnar. Svo birtist bréfið frá kafteini Kolskeggi …

Gerður Kristný

stórsniðug saga í máli og myndum um forseta og þrjá forsetaritara, gröfukarla og hjólabrettastelpu, hundrað ára gamla konu með ýlustrá, krakkahóp sem lendir í ógöngum við Tjörnina og konu norður í Mývatnssveit sem veit ótrúlega mikið um ský. Ímyndaðu þér ball á sjálfum Bessastöðum með öllu þessu fólki og fjölmörgum til viðbótar!

Ingibjörg Möller & Fríða Sigurðardóttir

Bókin segir frá sex daga gönguferð tíu krakka á Hornstrandir. Aðalpersónurnar eru Bjarni og Tómas úr Reykjavík sem eru ekki par ánægðir með að vera sendir í einhverja leiðinda gönguferð. Þegar kemur á daginn skemmta þeir sér konunglega í ferðinni og kynnast skemmtilegum krökkum. Gönguferðin snýst upp í hina mestu ævintýra- og háskaför og þurfa krakkarnir oft að taka á honum stóra sínum, hvort sem er í ævintýralegum gönguferðum eða í baráttu við glæpamenn.

Sigrún Eldjárn

Sumarliði og Sóldís eru flutt með pabba sínum og mömmu í kjallarann til flóttastelpunnar Karítasar. Þar er fullt af bókum sem þau gleypa í sig til að finna út hvernig lífið var í gamla daga þegar fólk átti síma og tölvur og reiðhjól.

Inni á milli bókanna leynast líka hátæknileg skilaboð frá fortíðinni! En rustarnir í Heiðardalnum hafa engu gleymt og senda njósnara til að grennslast fyrir um hvað þau eru að bardúsa þarna í kjallaranum.

Kopareggið er framhald Silfurlykilsins.

Hildur Knútsdóttir

Enginn veit hversu margir lifðu af geimveruárásina sem gerð var á landið. Bergljót og pabbi hennar eru enn í Vestmannaeyjum og nú hefur heyrst lífsmark frá Braga bróður hennar ofan af landi. Spurningarnar eru óteljandi: Hvað vilja geimverurnar? Er hægt að sigrast á þeim? Verður lífið einhvern tíma venjulegt á ný?

Vetrarhörkur er seinni hluti sögunnar Vetrarfríi.


Arndís Þórarinsdóttir

Í Brókarenda snýst lífið enn um nærbuxur. Í gömlu verksmiðjunni er líf og fjör alla daga undir styrkri stjórn ömmu Lenu en nú er hún í útlöndum og eitthvað dularfullt á seyði. Kona sem segist vera húsvörður lokar Gutta og Ólínu úti og þegar þau komast loksins inn sjá þau að ýmislegt er horfið, til dæmis kanínumamman Snæfríður og innrammaða blúndubrókin sem kóngurinn átti. Vinirnir þurfa greinilega að grípa til sinna ráða!

Nærbuxnanjósnararnir er sjálfstætt framhald Nærbuxnaverksmiðjunnar


Vicki Myron

Hversu mikil áhrif getur eitt dýr haft ? Líf hversu margra einstaklinga getur ein kisulóra snortið? Hvernig getur yfirgefinn köttur umbreytt litlu bókasafni í heila miðstöð. Laðað að fólk og ferðamenn, fyllt dæmigerðan bandarískan smábæ hugmóði, skapað tengsl milli fólks í heilu héraði og orðið að lokum heimsfrægur?

Á ísköldum janúarmorgni árið 1988 fannst lítill og hrakinn kettlingur í skilalúgu almenningsbókasafns í bænum Spencer í Iowa. Það var bókavörðurinn Vicki Myron sem kom auga á hann í hnipri ofan í bókahrúgu. Frá þessari stundu hófst vinátta sem stóð í 19 ár í gegnum súrt og sætt.


Friðrik Erlingsson

Sagan um Benjamín dúfu og vini hans er ein vinsælasta barnabók síðari tíma og hefur skilið eftir sig djúp spor hjá nokkrum kynslóðum íslenskra lesenda. Hér segir frá viðburðaríku sumri í lífi fjögurra vina.

Þeir stofna reglu Rauða drekans og Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist óslitið ævintýri en það koma brestir í vináttuna og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf þeirra.


Þorgrímur Þráinsson

Emma Soffía er ellefu ára, á pabba sem er alltaf úti á sjó og mömmu sem reynir sig reglulega við Íslandsmetið í fýlu. Hún hefur aldrei séð afa sinn fyrr en hann birtist á tröppunum með hundinn Tarzan og eftir það verður ekkert eins og áður. Afi tyggur matinn 77 sinnum (auðvitað – hann er nú einu sinni 77 ára), getur hætt að anda og svifið út úr líkamanum, er furðulega góður í fótbolta (miðað við aldur) og fyrr en varir eru allir í hverfinu farnir að tala um hann.

Ævar Þór Benediktsson

Þín eigin hrollvekja er öðruvísi en aðrar bækur því hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Sögusviðið er dimmt og drungalegt kvöld, stútfullt af skrímslum og óvættum. Þú getur rekist á vampírur og varúlfa, uppvakninga og illa anda, brjálaðar brúður og tryllta trúða – allt eftir því hvað þú velur.

Yfir fjörutíu ólíkir endar. Sögulok spanna allt frá eilífri hamingju til skyndilegs bana. Hryllilega góð skemmtun fyrir alla krakka.


Þorgrímur Þráinsson

Anton verður furðu lostinn þegar hvít dúfa með bréf bundið um fótinn flýgur inn um gluggann hans – og ansi svekktur þegar hún hverfur út í nóttina aftur. Eftir þetta gerist ýmislegt furðulegt í lífi Antons og Pandóru, bestu vinkonu hans. Getur verið að Hallfreður húsvörður sendi fólki bréf og bækur þótt hann sé dáinn? Er hægt að fara í ferðalag á nóttunni, jafnvel sofandi? Af hverju má ekki mæta með rottu í skólann? Hvernig er hægt að hlusta á rödd hjartans?

Celia Rees

segir frá 13 ára dreng, Jósúa, sem neyðist til að fylgja móður sinni heim til móður hennar til að annast hana - ömmuna - í veikindum hennar. Í sögulok halda mæðginin brott aftur reynslunni ríkari. Meðal annars hefur Jósi kynnst örlögum móðurbróður síns sem var einhverfur og hafði mætt litlum skilningi í skólanum og ekki heldur fengið þann stuðning sem þurfti heima fyrir.

Hildur Knútsdóttir

Alma Khan veit ekki af hverju henni, óbreyttum nítján ára starfsmanni í baunahúsinu á Hellisheiði, er boðið starf í einkagróðurhúsi hinnar heimsfrægu Olgu Ducaróvu. Helst dettur henni í hug að það tengist eitthvað Kríu ömmu hennar, sem þekkir Olgu eftir alræmdan leiðangur þeirra til Mars. Þegar Alma kynnist svo hinni leyndardómsfullu Indru umturnast lífið endanlega. Árið er 2096 og náttúran óútreiknanleg. Gamli miðbærinn er afgirtur og þar standa fúin hús í flæðarmálinu. Eitt þeirra á amma Ölmu og enginn skilur hvers vegna það er henni svona mikilvægt.

Nornin er framhald Ljónsins.


Kjartan Yngvi Björnsson & Snæbjörn Brynjarsson

Nær þúsund ár eru liðin frá því myrkraöldin leið undir lok, þegar vitringarnir sjö komu saman og sigruðu skuggana. Hin myrka tíð hefur að mestu gleymst. En þótt minni manna sé brigðult gleyma hin fornu öfl engu.

Innvígsluhátíðin nálgast, dagurinn þegar þulnameistarinn tilkynnir Ragnari, Breka, Sirju og jafnöldrum þeirra í þorpinu hvaða hlutverkum og skyldum þeim er ætlað að gegna. Krakkarnir ættu að njóta seinustu áhyggjulausu daganna í sumarsólinni en framtíðin ber annað í skauti sér.
Hrafnsauga er fyrsta bókin í Þriggja heima sögu, æsispennandi sagnaflokki þar sem blóðgaldrar, falin leyndarmál og gleymdar óvættir ógna heimunum öllum.

Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal

Æ, nei! Loðna skrímslið er aftur komið í heimsókn til litla skrímslisins. Stóra skrímslið vonar að það staldri stutt við. En það er nú eitthvað annað! Loðna skrímslið segist aldrei ætla heim til sín aftur!

Skrímsli í vanda er níunda bókin um litla og stóra skrímslið. Bækurnar hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og hlotið margs konar verðlaun og viðurkenningar.


Apríl

Stór skrímsli gráta ekki

Áslaug Jónsdóttir, Kalle Güettler, Rakel Helmsdal

Allt sem litla skrímslið gerir er ógurlega fínt. Allt sem stóra skrímslið gerir er voðalega klaufalegt. Stóra skrímslið verður sífellt sorgmæddara en hvað er til ráða? Allir vita að stór skrímsli gráta ekki …


Stór skrímsli gráta ekki er önnur bókin um litla og stóra skrímslið og loks fáanleg á nýjan leik. Hún hlaut Barnabókaverðlaun menntaráðs Reykjavíkur árið 2006


Dularfulla símahvarfið

Brynhildur Þórarinsdóttir

Eitthvað dularfullt er á seyði í hverfinu. Símar hverfa og finnast ekki aftur.

Katla kemst á sporið og fær Hildi systur sína og Bensa vin hennar í lið með sér. Saman reyna þau að komast til botns í málinu.

Rannsóknin leiðir þau á óvæntar slóðir en skyldi þeim takast að leysa gátuna?


Ungfrú Fótbolti

Brynhildur Þórarinsdóttir

Vinkonurnar Gerða og Ninna eru alveg fótboltaóðar. Götuboltaliðið æfir þrotlaust og stelpurnar eru stórhuga, þær vilja keppa á alvöru velli eins og strákarnir. En þá þarf að taka slaginn við samfélag sem hefur mjög skýrar hugmyndir um hvað 13 ára stelpur mega gera.

Ungfrú fótbolti er bráðskemmtileg baráttusaga sem gerist innan um hálfbyggðu húsin í Breiðholtinu 1980, sumarið sem Vigdís Finnbogadóttir skoraði hefðirnar á hólm og bauð sig fram til forseta.

Draugaslóð

Kristín Helga Gunnarsdóttir

Eyvindur Þóruson og amma hans búa ásamt tveimur köttum í gömlum bústað við Elliðavatn. Þar hefur lífið gengið sinn vanagang þau þrettán ár sem Eyvindur hefur lifað en nú liggur eitthvað í loftinu. Sami magnaði draumurinn sækir aftur og aftur að Eyvindi – þar æða trylltir hestar um í þoku, jörðin opnast, hverir gjósa og kofar brotna í spón.

Örlögin leiða Eyvind upp á öræfi þar sem hann fetar magnaða draugaslóð á vettvangi Fjalla-Eyvindar, Reynistaðarbræðra og síðast en ekki síst nýliðinna atburða sem hann sogast inn í án þess að fá nokkru um það ráðið.

Silfur Lykillinn

Sigrún Eldjárn

Sumarliði og Sóldís eru nýflutt með pabba sínum í skrítið og skemmtilegt hús sem heitir Strætó númer sjö. Pabbi fullyrðir að einu sinni hafi það ekið um götur bæjarins. Pabbi segir svo margt furðulegt um lífið í gamla daga þegar allir áttu síma og bækur voru ennþá til – löngu löngu áður en mamma hvarf.

Silfurlykillinn er spennandi saga um ráðagóð systkini, dularfulla stelpu í leit að einhverju mjög mikilvægu og ferðalag sem enginn veit hvar endar.


Rotturnar

Ragnheiður Eyjólfsdóttir

Er hægt að smitast af löngu útdauðri drepsótt? Og hverjar væru þá líkurnar á að lifa af?

Hópur ungmenna endar í sumarvinnu úti á landi þótt þau hafi ekki sóst eftir henni. Fyrir röð tilviljana, að því er virðist, eru nokkur þeirra valin til að sinna verkefni við niðurníddan hálendisskála en þegar þangað er komið gerir eitthvað skuggalegt vart við sig. Fyrr en varir þurfa þau að berjast fyrir lífi sínu og umfram allt halda í vonina.

Þitt eigið tímaferðalag

Ævar Þór Benediktsson

Kennarinn sem hvarf

Bergrún Íris Sævarsdóttir

Nærbuxnaverksmiðjan

Arndís Þórarinsdóttir

Þitt eigið tímaferðalag er fimmta bókin í einum vinsælasta íslenska bókaflokki síðari ára.

Þitt eigið tímaferðalag er öðruvísi en aðrar bækur. Hér ert þú söguhetjan og ræður ferðinni. Viltu hitta víkinga, Rómverja eða risaeðlur? Þorirðu að athuga hvað er um að vera á Jörðinni eftir 100 ár? Hvað með 1000? Passaðu bara að týna ekki tímavélinni svo þú komist örugglega heim aftur!

Yfir 60 mismunandi endar.


Krakkarnir í 6. BÖ eiga ekki margt sameiginlegt og semur oft illa – en dag einn breytist allt!

Bára kennari er horfin og dularfullir atburðir draga krakkana inn í æsispennandi atburðarás.

Bergrún Íris hlaut Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttir 2019 fyrir óprentað handrit að bókinni.

Í Brókarenda snýst lífið um nærbuxur. Nærbuxnaverksmiðjan hefur gnæft yfir hverfið svo lengi sem elstu börn muna og þess vegna fer allt á hliðina daginn sem henni er lokað.

Gutti og Ólína eru engir vinir. Samt fara þau saman á stúfana þennan örlagaríka dag – Gutti til að komast að því hvað orðið hefur um ömmu hans en Ólína vegna þess að hún stenst aldrei það sem er hættulegt og bannað.

Nærbuxnaverksmiðjan á eftir að fá krakka til að hlæja svo mikið að fullorðna fólkið getur ekki annað en lesið bókina líka!

Er ekki allt í lagi með þig?

Elísa Jóhannsdóttir

Vetrarfrí

Hildur Knútsdóttir

Ljónið

Hildur Knútsdóttir

Þegar Ragnheiður flytur í bæinn er hún tilbúin að hefja nýtt líf; gleyma eineltinu í gamla skólanum og eignast vini í þeim nýja. Það byrjar vel þegar Hekla, vinsælasta stelpan í skólanum, kynnir hana fyrir fótbolta og strákunum í 10. bekk en fljótlega splundrast vinahópar og engin leið er að vita hverjir eru með manni í liði.

Er ekki allt í lagi með þig? eftir Elísu Jóhannsdóttur bar sigur úr býtum í samkeppninni um Íslensku barnabókaverðlaunin 2017. Alvöru unglingabók um vináttu, vinslit, foreldravandamál og að standa með sjálfum sér – heitar og flóknar tilfinningar sem allir unglingar kannast við.


Það er síðasti dagur fyrir vetrarfríið. Bergljót hlakkar til að fara í tíundabekkjarpartý og Bragi bróðir hennar ætlar að gista hjá vini sínum. Foreldrarnir stefna á rómantíska sumarbústaðarferð. En allar áætlanir fara fyrir lítið þegar furðuleg plága brýst út. Eftir það hugsar enginn um neitt annað en að bjarga lífi sínu.

Vetrarfrí er hörkutryllir sem engin leið er að leggja frá sér fyrr en að lestri loknum. Bókin var tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut Fjöruverðlaunin 2016.

Kría er að byrja í MR. Þar þekkir hún engan og enginn veit um það sem gerðist á Akureyri. Hún hefur litlar væntingar en kynnist Elísabetu, og þrátt fyrir strangt nám er menntaskólalífið frábært.

Þegar Elísabet finnur gamalt skrín í földum skáp fara þær Kría að rannsaka undarlegt mál stúlku sem hvarf sporlaust fyrir 79 árum. Kría hittir líka hinn dularfulla Davíð sem kemur og fer eins og kötturinn. Brátt kemur svo í ljós að hvarf stúlkunnar gæti haft óvænta tengingu við líf Kríu.