Tjaldsvæði

PicasaWeb Slideshow


Tjaldsvæðið liggur í gömlum birkiskógi þar sem ábúendur hafa einnig gróðursett aðrar trjátegundir á borð við ösp, reynivið, lerki og furu. Það er víðfemt og gestir geta valið um mismunandi tjaldstæði, hvort sem um er að ræða lokuð rjóður eða opnari svæði.

Á tjaldsvæðinu er heitt vatn og góð hreinlætis aðstaða sem samanstendur af sex salernum, tveim sturtum, vöskum til handþvotta og öðrum til uppþvotta. Á svæðinu er einnig mikið af borðum og bekkjum auk þess sem gestir hafa aðgang að kolagrillum.

Comments