Afþreying

PicasaWeb Slideshow


Tjaldsvæðið á Stóra-Sandfelli hefur löngum notið vinsælda fjölskyldufólks. Ein af ástæðum þess er sú að í gegnum tjaldsvæðið rennur Króklækurinn en það er fallegur, grunnur og barnvænn lækur sem börn geta unað sér við tímunum saman. Þar hafa verið byggðar margar stíflurnar og eltst við síli.

Fallegar gönguleiðir eru í nágrenninu og má þar meðal annars nefna gönguleið í Hjálpleysudal sem er talinn vera dýpsti dalur landsins. Þar er að finna Valtýshelli sem tengist sögunni um Valtý á grænni treyju. Að ganga á Sandfellið nýtur einnig æ meiri vinsælda, en í góðu skyggni er stórfenglegt útsýni af toppi þess.

Einnig er boðið upp á lengri og styttri hestaferðir um nágrennið og þar með talið ferðir í Hjálpleysu.

Á haustin er hér gjöfult berjaland og sveppir skjóta víða upp kollinum.

Við viss tækifæri hefur verið tendraður  varðeldur sem  skapar ævinlega ómótstæðilega útilegustemmingu.Comments