Búland‎ > ‎

Lífræn mjólk

            Á Búlandi er stunduð lífræn mjólkurframleiðsla og hefur verið frá árinu 2007.

            Undirbúningur að mjólkurframleiðslu hófst snemma á árinu 2006 eftir hvatningu frá Kristjáni Oddsyni á Neðra Hálsi í Kjós.  Gerðar voru breytingar og endurbætur á fjósinu til þess að það samsvaraði nútíma kröfum um aðbúnað og lífræna framleiðslu og einnig  endurbættur sá búnaður sem fyrir var.

            Í febrúar 2007 hófum við að leggja inn mjólk hjá MS og í júní sama ár fengum við fulla vottun á mjólkina.  Megnið af mjólkinni fer í vinnslu hjá Biobú í Reykjavík sem m.a. framleiðir lífræna jógurt en hluti fer í vinnslu hjá MS sem framleiðir lífræna drykkjarmjólk. Í fjósinu er pláss fyrir 45 kýr í legubásium og hafa þær frjálsan aðgang að heyi.  Á síðast verðlags ári (2007-2008) var framleiðslan rúmlega 100.000 l

og stefnt er að amk. 150.000 l framleiðslu á næsta ári.

            Fyrir alla þessa framleiðslu þarf auðvitað heilmikið tún bæði til heyskapar og til beitar ásumrin. Unnið hefur verið að því undanfarin á að auka ræktunina og bæta eldri ræktun. Einnig höfum við verið að prófa okkur áfram með plöntur, sem eru með köfnunarefnis bindandi bakteríum, til að auka og bæta heyforðan t.d. ertur og refasmára auk hinna hefðbundnu rauðsmára og hvítsmára. Í dag er u.þ.b. 63 ha tún og og grænfóðurakrar og stendur til að auka það enn frekar.

  
 
                        
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  
 
 
 
 
Subpages (2): Kýrnar Ræktun
Comments